Bréf frá Erni Gunnarssyni
Komið þið sæl og takk fyrir frábært viðmót og þjónustu sem er til fyrirmyndar:-)
Eftir síðasta tíma rak forvitni mig og smá manía mig til að leita að orðinu "GONSTEAD" og lesa allt sem ég komst yfir um efnið á íslensku og norsku. Og vægast sagt opnaði þetta nýjar víddir fyrir mér, aukna meðvitund og hvert sækja má orku og mátt.
Reis upp úr hjólastólnum
Greinin birtist í DV 12. apríl s.l. Höfundur greinar er Viktoría Hermannsdóttir.
Steinunn Jónsdóttir eða Steinka eins og hún er jafnan kölluð, glímdi í nokkur ár við erfið óútskýrð veikindi sem ollu því að hún missti mátt í fótum og leið miklar verkjakvalir.