Kírópraktík hjálpaði mér með vefjagigt og síþreytu

Fyrir ellefu árum greindist ég með slit og vefjagigt. ég þurfti að hætta að vinna. Ég hef verið öryrki síðan. Í ellefu ár er ég búin að ganga á milli lækna sem hafa skaffað mér lyf og sprautur. Það tók verkina að mestu. Ég var í mörg ár hjá sjúkraþjálfara. Svo fór ég að stunda æfingar sjálf.

Ég kynntist Agli fyrir um það bil einum og hálfum mánuði. Þegar ég kom var ég látin fylla út trúnaðarskýrslu. Mér fannst ég þurfa að krossa í ansi marga reiti. ég sé ekki eftir að hafa farið til Egils. Desember var mér alltaf erfiður. Mér fannst allt erfitt enda með síþreytu. Ég átti mjög erfitt með að standa við bakstur til dæmis enda mjög þreytt í fótum. Mér fannst erfitt að versla fyrir jólin. Mér fannst svo margt erfitt sem öðrum fannst létt.

Mér líður miklu betur núna. Ég mæli með Agli. Mér finnst sárt að sjá eftir öllum þessum árum í veikindi.

Ég þakka bara fyrir mig.

Aðalheiður Hafsteinsdóttir