Baki – hálsi – öxlum – olnbogum – úlnliðum – fingrum – mjöðmum – hnjám – ökklum – tám – nára.Þar sem um er að ræða pressu á taugakerfið geta áhrifin verið margvísleg á heilsuna. Hér eru önnur algeng umkvörtunarefni:
Höfuðverkir – tíðaverkir – grindargliðnun – leiðniverkir í útlimum – meltingartruflanir – hryggskekkja – svimi – ofnæmi – asmi – síþreyta – svefnleysi – minnkuð hreyfigeta – ýmsar afleiðingar slysa – fyrirtíðaspenna – streita – erfiðleikar með einbeitingu – eyrnaverkir – eyrnabólga – stjórn á þvagi – lélegt ónæmiskerfi – slæm andleg líðan.Taka skal fram að kírópraktík er í raun ekki bein meðferð við öllu því sem hér er upp talið. En þar sem áhrif taugapressu eru mikil og ófyrirsjáanleg finnur fólk oft fyrir bata á mörgum sviðum heilsu sinnar þegar pressunni er létt af taugakerfinu.
Nám kírópraktora í Bandaríkjunum er á háskólastigi, það er yfirgripsmikið og telur fimm ár. Námið samanstendur af taugafræði, röntgenfræði, sjúkdómafræði, líffærafræði sem inniheldur krufningar í heilt ár, efna og lífefnafræði, eðlis- og lífeðlisfræði, fræðum þeim sem tengjast kírópraktíkinni sjálfri og mörgu fleiru.Námsmaðurinn útskrifast með gráðuna Doctor of Chiropractic, skammstafað D.C. Hver sem er getur leitað til kírópraktors án tilvísunar frá lækni.
Kírópraktor er fullfær um að ráðleggja það sem sjúklingnum er fyrir bestu og senda hann annað telji hann þörf á.
Á Íslandi gefur Landlæknisembættið út starfsleyfi til kírópraktora sem hlotið hafa menntun sína frá viðurkenndum skólum. Aðeins þeir sem hafa tilskylda menntun mega kalla sig kírópraktora.
Já, ekki aðeins óhætt heldur mjög nauðsynlegt. Í fyrsta lagi verða miklar líkamlegar breytingar á konunni á meðgöngunni. Hormónabreytingar, breytingar í þyngd og þyngdardreyfingu geta valdið stoðkerfavandamálum sem geta orðið konunni illþolanleg. Kírópraktor getur þarna veitt ómetanlega hjálp.Í öðru lagi stjórnar ósjálfráða taugakerfið hríðunum og samdrætti legsins þegar kemur að fæðingu. Þá er gott að vera laus við taugapressu sem mögulega getur truflað ferlið.
Í þriðja lagi er það staðreynd að ef spjaldliðir eða lendarliðir missa stöðu sína getur fæðingarvegurinn minnkað óeðlilega mikið. Þetta getur valdið því að fæðingin gengur verr en hún annars myndi gera..
Tvímælalaust. Þegar stoðkerfi íþróttamanns er í réttri stöðu og taugakerfið starfar óáreitt eru aðstæður góðar til þess að ná toppárangri. Einnig minnka líkur á meiðslum og íþróttamaðurinn jafnar sig hraðar á meiðslum þeim er geta orðið.Margir af bestu íþróttamönnum sögunnar hafa nýtt sér kírópraktík til þess bæta frammistöðu sína. Nefna má Tiger Woods, Lennox Lewis, Evander Holyfield, Michael Jordan, Kaka, Ruud Van Nistelrooy og Arnold Schwarzenegger. Í öllum íþróttum veltur frammistaða íþróttamanns að miklu leyti á eðlilegri virkni í taugakerfinu og á því að liðirnir í stoðkerfinu séu í góðri stöðu og hreyfing þeirra sé eðlileg.
Algengt er meiðsl íþróttamanna séu á liðum í útlimum, svo sem ökklum, hnjám, úlnliðum, olnbogum og öxlum. Meðhöndlun kírópraktors er þarna lykilatriði því hann getur hjálpað liðnum í góða stöðu og fengið hreyfigetuna eðlilega á nýjan leik.
Stundum er orsök meiðsla á hné og ökklum að finna í mjaðmagrind sem situr ekki rétt, eða í lengdarmun á fótleggjum. Hnén og ökklarnir bera þá þungann á óeðlilegan máta. Það getur leitt til meiðsla og veldur ótímabæru sliti.
Einnig eru meiðsli sem fram koma á mjúkvefjum algeng, svo sem á vöðva og sinar. Algengt er að íþróttamenn fái meðhöndlun sem miðast beint að vefnum sjálfum. Gott er að hafa í huga að orsökin getur hæglega verið pressa á taug sem stjórnar vefnum og/eða liðir og stoðkerfi í vandræðum. Af því leiðir að virknin í vefnum er óeðlileg. Svo þegar vefurinn er notaður undir álagi þá virkar hann ekki sem skyldi og gefur sig frekar. Margir íþróttamenn sjá miklar framfarir í íþrótt sinni þegar þeir stunda kírópraktík reglulega, sem forvörn og meðhöndlun vegna meiðsla.