Kírópraktík hjálpaði mér með meltinguna

Við fyrstu heimsókn mína til Egils fylllti ég út eyðublað samviskusamlega, það sem væri að hjá mér, meltíngartruflanir, það var ein spurningin. Ég gat ekki séð að það kæmi málinu við, ég var að farast í mjöðm og rist, en ristillinn það var jú margra ára vandamál, svo ég krossaði við þar.

Eftir fyrstu tímana söng í maganum og allt var á fleygiferð og skilaði sér í miklum mæli rétta leið út. Svo lengdist á milli heimsókna og allt fór í sama farið, söngurinn þagnaði, bjarga sér á Huskinu þegar verst lét. Í janúar spurði Egill mig svo hvernig gengi. Jú bara allt fínt, allir verkir farnir. En meltingin ? Humm, jú það er allt stopp aftur. Þá sagði hann mér frá því hvernig samvirknin væri á milli taugaboðanna, og hvernig hægt væri að halda ristilstarfseminni gangandi. Þá fór ég aftur í nokkra tíma með stuttu millibili, söngurinn byrjaði, ég fylgdist vel með, full áhuga hvort þetta myndi virkilega virka. Nú er kominn maí, það er orðinn mánuður á mili heimsókna. Ég hef ekki upplifað þetta í mörg mörg ár, hef hægðir oftast daglega, stundum dettur dagur út en stundum líka tvisar á dag. Ekkert Husk, engin hægðameðul, ekki breytt mataræði, ég vildi nefnilega vera viss um að þetta væri rétt, því ekki fór ég upphaflega út af þessu vandamáli, hafði ekki dottið það til hugar að kírópraktor gæti lagað svona vandamál. Svo ég er alsæl með hann Egil, þið sem lesið þetta og eigið við sama vandamál, ekki hika. Það er frábært að finna á hverjum degi að allt er lifandi inni í mér söngur á hverjum degi, æðislegt. Takk fyrir Egill þú ert kraftaverkamaður.

 

Anna Björnsdóttir.