Umfjöllun

Egill Þorsteinsson sérfræðingur þáttarins Mannlegi þátturinn.

Mannlegi þátturinn

Sérfræðingur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Egill Þorsteinsson kírópraktor, hann hefur verið meðlimur í Kírópraktorafélagi Íslands frá 2012 og formaður félagsins frá 2014. Egill ákvað að verða kírópraktor eftir að hafa átt í erfiðum og langvarandi íþróttameiðslum sem unglingur.E gill lærði kírópraktík í Bandaríkjunum þar sem hann bjó í fimm ár og hefur svo starfað hér á landi frá 1998 auk þess að fara reglulega erlendis til þess að bæta við menntun sína. Hann fræddi okkur um sitt fag, kírópraktíkina, eða hnykklækningar og svo í seinni hluta þáttar þá svaraði hann spurningum frá hlustendum þáttarins.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR. Smellu hér til að hlusta.

 

 

Greinin birtist í DV 12. apríl s.l. Höfundur greinar er Viktoría Hermannsdóttir.

Reis upp úr hjólastólnum

Steinunn Jónsdóttir eða Steinka eins og hún er jafnan kölluð, glímdi í nokkur ár við erfið óútskýrð veikindi sem ollu því að hún missti mátt í fótum og leið miklar verkjakvalir.

Hún segir lækna hafa haldið að hún ímyndaði sér veikindin. Það var ekki fyrr en hún leitaði á náðir kírópraktors að hún fékk lausn vandamála sinna og gat gengið á ný eftir að hafa verið komin í hjólastól. Steinka hefur farið fram á að málið verði skoðað með tilliti til þess að hún hafi verið greind á rangan hátt.

„Auðvitað leiddi ég hugann að því hvort það væri mögulegt að ég ímyndaði mér þetta,“ segir Steinunn Jónsdóttir, kölluð Steinka, sem eftir áralöng veikindi sem höfðu komið henni í hjólastól, reis upp úr stólnum eftir að hafa fengið rétta meðhöndlun við veikindum sínum. lesa meira…

Rætt við Egil Þorsteinsson hjá Heilsuhringurinn

Má verjast slitgigt?

Bandaríkjamaðurinn Daniel David Palmer var búinn að átta sig á því árið 1895 að ýmsir kvillar læknuðust þegar hann færði til fyrri vegar bein er gengið höfðu til í hryggnum. Í framhaldi kynnti hann sér hvernig stoðkerfið tengdist taugakerfinu og komst að því sem nú er vitað; að taugakerfið stjórnar allri starfsemi líkamans. Hann lagði því áherslu á eðlilega starfsemi beggja kerfa. Þetta var upphaf kírópraktíkur sem Egill Þorsteinsson lauk námi í frá Sherman College of Straight Chiropractic í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum árið 1997. lesa meira..