Kírópraktík hjálpaði mér með mikla verki í handleggjum og fótum

Í eitt ár hafði ég verið með mikla verki í handleggjum og fótum. Þessir verkir gerðu það að verkum að ég átti erfitt með að ganga og nota hendurnar við hversdagsleg verk. Um tíma voru hendurnar það slæmar að ég gat hvorki klætt mig né borðað án þess að fá aðstoð og verkirnir í fótunum voru það miklir að ég þurfti að nota hækjur til þess að hjálpa mér við að ganga í tæplega hálft ár.

Á þessu ári sem verkirnir voru til staðar fór ég til ótal lækna sem prófuðu alls konar lyf á mig, en ekkert dugði, verkirnir versnuðu bara og versnuðu. tekin voru úr mér blóðsýni og teknar af mér myndir en alltaf fékk ég sama svarið; að það fyndist ekkert að mér.

Í mars 2012 var mér síðan bent á að fara til kírópraktors. Ég fór til Egils og hann sýndi mér á röntgenmynd hvað væri að valda þessum verkjum og hvað hann gæti gert til þess að laga það. Eftir aðeins fimm daga var ég allt önnur og var hætt að haltra. Eftir nokkur skipti í viðbót varð ég nánast alveg laus við alla verki og núna er ég farin að geta hreyft mig eins og hver önnur 20 ára stelpa !

Takk aftur fyrir alla hjálpina, þetta er allt annað líf eftir að ég kom til þín !