Kírópraktík hjálpaði mér þannig að ég þurfti ekki í aðgerð á mjaðmakúlu og með vöðvabólgu

Góðan dag, ég vildi lýsa ánægju minni með útkomuna hjá Agli kírópraktor.

Ég var á leiðinni í aðgerð á mjaðmakúlu og var með mikla vöðvabólgu í hálsi, en eftir nokkur skipti í hnykkingu þá er ég orðin ótrúlega góð í mjaðmaliðnum. Ég hafði nú varla trú á að þetta myndi ganga svona fljótt, en 7-9-13, ég er orðin mjög góð í mjöðm og verð betri í hálsinum með hverjum degi, og er alveg yndislega þakklát og glöð.

Takk takk. Kv, Edda Haraldsdóttir :))))